Norway, Netherlands, India · 28 Days · 18 Moments · March 2017

Lilja and Egill discover India


2 April 2017

Í gær fórum við í 4 tíma kayak túr um 'the backwaters' og er auðvelt að sjá afhverju það er kallað Feneyjar austursins :) Þetta var magnaður túr um ótrúlega fallegt svæði með þvílíkt mikið af fuglum og fallegum gróðri. Við fórum um litlu síkin á kayökunum og sáum hversdagsleikann hjá fólkinu sem býr þarna, bundum okkur svo við stærri bàt til að fara yfir stórt vatn og niður stærri síkin. Hér eru nokkrar myndir úr símanum og vel valdnar af myndavélinni. :)

31 March 2017

Erum komin til Marari beach eftir að heyra góða hluti frá nokkrum Indverjum. Frekar óþekkt strönd með mjög lítið af túristum og veitingastöðum. Staður þar sem Kerala búar fara til að busla í sjónum og hanga á ströndinni. Mjög falleg strönd með helling af kröbbum :) Við erum bara 30 min keyrslu frá Alleppey sem er aðal staðurinn til að komast að 'backwaters' sem er stórt svæði með hrísgrjónaökrum, vötnum og endalaust af fallegum síkjum (canals). Við fórum þangað í smá leiðangur til að skoða bæinn og kíktum á 150 ára vita!

24 March 2017

Frá Mettapayalem tókum við tvær lestir til að komast til Fort Kochi í Kerala fylki. Við vorum mjög heppin að hitta á seinustu dagana af listahátíð sem er þar annað hvert ár og er um allan bæinn á fleiri galleríum, list bæði frá Indlandi og allstaðar að úr heiminum. Við ákvàðum að slaka á þar í 6 nætur og fara í yoga og skoða list. Bærinn er frægur fyrir að nota kínversk fiskinet sem voru mjög flott og við fórum að sjá Kathakali sýningu sem er spes kerala listform frá '17.hundruð og súrkál' þar sem dans, söngur, tónlist og mjööög ýkt sviðbrigði eru notuð til að segja sögur úr hindúisma, þetta var rosaleg sýning! Við fôrum líka á tónleika með gamaldags suður indverskum hljóðfærum sem er yfirleitt spilað í brúðkaupum. Við tókum líka einn vestrænan dag og fengum okkur grænmetisborgara á McDonalds og fórum á 'Life' í bíó 😁 Og já kommúnismi er mjög sterkur í Kerala fylki og er það mjög áberandi, flögg og myndir af che guavera og hamar og sigð eru sýnileg hvert sem maður fer.

23 March 2017

Nokkrqr myndir frá því þegar við tókum 100 ára unesco lest niður fjallið frá Ooty til Mettapalayam. Ferðaðist mjög hægt en útsýnið var vel þess virði :)

22 March 2017

Aðeins fleiri myndir frá te ökrunum nálægt Kotagiri. Æðislegt að labba um hlíðarnar þarna og njóta útsýnisins. Fólk vinnur í hlíðunum á hverjum degi við að týna telauf af trjánum sem fara svo í verksmiðjurnar. Við tókum svo almenningsstrætó til Kotagiri sem var fullur, gjörsamlega pakkaður! Og fórum þaðan til Ooty þar sem við tókum 100 ára gamla gufulest niður fjallið en meir um það næst :)

20 March 2017

Við tókum rútu frá Mysore til Ooty sem tók rúma 5 tíma og seinustu 90 min voru upp hlykkjótta vegi sem virtust aldrei ætla enda. Ooty er sirka 2800m yfir sjávarmáli ef ég man rétt og bara rúmar 20c á daginn og alveg niður í 10c á næturnar. Æðislegt veður! Jæja, eftir smá villing og nokkur sms hittum við gestgjafann okkar Sharan í Ooty, stukkum upp í jeppan þar sem hann var með 3 kettlinga og einn hvolp sem hann hafði nýlega fundið á götunni og ákveðið að bjarga. Það var mjög skemmtileg og falleg keyrsla um fjallagarðinn í einn tîma til Kotagiri þar sem við ætluðum að gista næstu nætur. Gistiheimilið er í fjallshlíð og stendur í miðjum te-akri en te er ræktað grimmt þarna í fjöllunum. Þetta er fallegur og rólegur staður, þurftum að labba í 10 mîn af veginum til að komast þangað. Við röltum um svæðið, að fossinum og upp í teverksmiðjuna að skoða. En þetta er orðið aðeins of langt, fleiri myndir og smá meira um Kotagiri seinna ;)

17 March 2017

Jæja það er búið að vera mikið um netlausa daga og mikið að gera en hér eru nokkrar myndir frá tveggja daga stoppi í Mysore. Við tókum næturlestina frà Hampi beint til Mysore og komum okkur fyrir á hóteli með loftkælingu sem var vel fagnað! Við mættum á laugardegi og var rooosaleg umferð og mikil læti sem var of mikið fyrir okkur eftir ferðalagið þannig við hengum bara inni á hótelherbergi og horfðum á sjónvarpið fyrsta kvöldið. Sunnudaginn hittum við Malik sem var vingjarnlegur rickshaw ökumaður og við féllumst á boð hans um að taka okkur á rúnt um borgina, við fôrum í gamla drottningahöll sem er búið að breyta í mjög dýrt hótel, fengum okkur kaffi þar og skoðuðum silki. Svo fórum við á matarmarkaði og sáum hvernig reykelsi er búið til. Eftir kvöldmat fór Malik með okkur til Mysore palace sem er ótrúleg höll en það má ekki taka myndir þar inni en hún er mjög flott á sunnudagskvöldum þegar kveikt er á 90 og eitthvað þúsund perum eftir sólsetur. Næst var ferðinni heitið upp í fjöll!

16 March 2017

Erum bùin að vera í Hampi 2 nætur núna, netið hérna er svona upp og niður en það er búið að vera frábært að vera hér. Fullt af hofum, öpum og rústum. Við fórum í 4 tíma hjólaferð með guide í gær að skoða hofin og rústirnar og enduðum ferðina með indverskum piknik í garðinum. Namm hvað það var gott! Hampi er heilagur staður þar sem þriðja augað hjá guðinum Shiva opnaðist og hann öðlaðist mikla visku, seinna giftist hann Parvati konu sinni líka hér. Þarsem þetta er heilagur staður má hvorki borða kjöt né drekka áfengi hér og eru grænmetisæturnar því komnar til himnaríkis 😉 Hér er líka allt fullt fullt af öpum sem hoppa upp og niður húsin og stela mat. Stálu kókflöskunni okkar í gær, opnuðu hana og kláruðu! Haha 🐒🤣 Í kvöld tökum við næturlestina til Mysuru.

14 March 2017

Tókum næturrútu frá Goa til Hampi sem tók rúma 9 tíma og var algjör hasar, eins og slæm sjóferð verð ég nú bara að segja. Það var semsagt ekki sofið rótt en við komumst heil á húfi :) Redduðum gistingu í Hampi á mettíma, fengum okkur morgunmat og horfðum á fíl baða sig í ánni. Svo leigðum við okkur moped/scooter og kíktum á rúntinn í rólega og fallega umhverfinu hér. Komum við hjá Hanuman temple sem voru lítil 575 þrep í steikjandi hita, því miður mátti ekki taka myndir inní hofinu á toppnum en það var mikið af flottu að sjá á leiðinni hvort eð er. ✌️🐵🐘

13 March 2017

Í dag var Holi hátíðin hér í Indlandi og auðvitað var tekið þàtt! Byrjuðum daginn á litakasti á ströndinni og svo var farið á svakalegan stað sem heitir 'Leopard valley' í sundlaugar Holi partý. Það er ekkert verið að skafa af því! ..Ótrúlega skemmtilegt enda kallað hàtíð litar og ástar. 😉🌴☀️

12 March 2017

Við erum trúlofuð! Egill fór á skeljarnar á miðri strönd 💕😃🙏🏼💍 p.s og ég sagði já 😉

10 March 2017

Mætt í Goa!

9 March 2017

Fórum til Elephanta island fyrir utan Mumbai að skoða gamla helli með útskornum Hindu goðum og lítinn bæ á eyjunni. Þetta var mjög túristalegt allt saman en gaman engu að síður :) Fórum svo á Chowpatty beach og fengum okkur aðal götumatinn í Mumbai sem heitir 'Bhel Puri', það var rosalega gott og minnti okkur soldið á mexíkanskan mat, hellingur af kóríander, lauk og spicy sósu yfir 'puffed rice' sem var soldið eins og rice crispies. Á morgun fljúgum við svo niður til Goa og kveðjum Mumbai í bili. ✌️🐵🐘🌴

8 March 2017

Frábær dagur í Mumbai! Sáum geðveikina hjá Chatrapati Shivaji lestastöðinni, fengum okkur ferskan safa af 'sugar cane', röltum um helling og fórum svo í grendina við Gate of India sem við gerum svo aftur á morgun. Sólsetrið í Mumbai var sjúkt!
Útsýnið frá svölunum, erum í miðri Mumbai á Marine Drive, sváfum til 12:00 og erum frekar jetlagged :-) Ekkert of heitt og næs gola sem kemur frá sjónum. Next brunch og kíkja á Gateway of India :-)
Þreytt en ánægð eftir smooth flug og klikkaða leigubílaferð, komin á áfangastað í Mumbai! Hlökkum til að vakna á morgun, fá okkur kaffi á svölunum, horfa yfir hafið og skoða borgina :-)

7 March 2017

Schiphol boarding to Mumbai 😊
India here we come! Fljúgum eftir klukkutíma 😃